Um okkur

Sigurplast var stofnað 1960 og er því orðið rúmlega 50 ára gamalt. Sigurplast rekur plastverksmiðju þar sem framleidd eru ílát og umbúðir úr plasti.

IMG_0790Fyrstu 10 árin var Sigurplast til húsa að Lækjarteig og síðar Dugguvogi í Reykjavík.
Sigurplast keypti Dósagerðina 1987 og  K-plast 1990 .

Sigurplast var rekið sem sjálfstætt fyrirtæki þar til 2003 er það sameinaðist Plastprent. Þann 1 mars 2007 var félagið selt.  Síðan var það aftur selt þann 1 október 2010 og þann 1 apríl 2012 tóku núverandi aðilar við rekstrinum . Megináhersla félagins er að þjónusta fyrirtæki með umbúðir og vörur.

Í dag er Sigurplast í 2300 m2 húsnæði þar sem framleiðsla og lager eru til húsa.  Félagið hefur yfir að ráða 15  hágæða plastframleiðsluvélum auk 2 prentvéla.

Hjá Sigurplasti starfa 10 starfsmenn með mikla reynslu í framleiðslu og þjónustu við viðskiptavini á sviði umbúða.

 

 

Efst