Vörumerking hefur tekið yfir rekstur Sigurplasts frá og með 1. janúar 2026.
Sigurplast var stofnað árið 1960 og hefur um áratuga skeið sérhæft sig í framleiðslu á blásnum PET- og HDPE-flöskum. Með sameiningu Sigurplasts við Vörumerkingu skapast sterkari rekstrargrundvöllur, aukin stærðarhagkvæmni og ný tækifæri til uppbyggingar og vaxtar.
Fyrirhugað er að flytja starfsemina í nýja og nútímalega framleiðsluaðstöðu, þar sem áhersla verður lögð á aukin gæði, öfluga framleiðslu og áframhaldandi framþróun.
Vörumerking er BRC-vottað fyrirtæki og er framtíðarsýn að Sigurplast fari í sambærilega gæðavottun.
Allir reikningar vegna Sigurplasts verða hér eftir gefnir út af Vörumerkingu, kt 560771-0109.