PET

Hér gefur á að líta úrval af framleiðslu úr PET

PET flöskur og önnur ílát eru framleiddir hjá Sigurplast. PET flöskur er hægt að framleiða í margvíslegum stærðum, formi og litum og hefur Sigurplast áralanga reynslu í að framleiða Pet flöskur. Við notum umhverfisvæn efni sem heimilt er að nota í matvælaiðnaði eftir viðurkenndum evrópustöðlum við framleiðslu okkar. PET stendur fyrir polyethylene terephthalate og var fyrst þróað árið 1941 fyrir þræði í efnavöru (flís) en upp úr 1960 var byrjað að nota það sem umbúð utan um filmur og síðar eða um 1970 til framleiðslu á drykkjarvöruumbúðum. 28 gramma plastflaska heldur t.d. örugglega 1 lítrum af vökva og er að fullu endurvinnanleg.

Sýna allar 5 niðurstöður