Sigurplast var stofnað 1960

by / Föstudagur, 18 nóvember 2016 / Published in Óflokkað
IMG_0790

Sigurplast var stofnað 1960 og er því orðið rúmlega 50 ára gamalt. Sigurplast rekur plastverksmiðju þar sem framleidd eru ílát og umbúðir úr plasti.

Fyrstu 10 árin var Sigurplast til húsa að Lækjarteig og síðar Dugguvogi í Reykjavík en flutti í núverandi húsnæði að Völuteig 17-19 í Mosfellsbæ árið 1990.

Sigurplast keypti Dósagerðina 1987 og  K-plast 1990 .

Sigurplast var rekið sem sjálfstætt fyrirtæki þar til 2003 er það sameinaðist Plastprent. Þann 1 mars 2007 var félagið selt.  Síðan var það aftur selt þann 1 október 2010,

í september 2020 festir Bergplast ehf kaup á Sigurplast ehf og starfa þau nú undir sama þaki í Hafnarfirði.

Megináhersla félagins er að þjónusta fyrirtæki með umbúðir og vörur.

Félagið hefur yfir að ráða 15  hágæða plastframleiðsluvélum auk 2 prentvéla.

Öll starfsemi Sigurplasts er að Breiðhellu 2 -4, 221 Hafnarfjörður.

 

Efst